Epli í góðum félagsskap

Epli í góðum félagsskap

Það þarf ótrúlega lítið til að gera einfaldan ávöxt að spennandi viðburði fyrir bragðlaukana. Kvöldsnarlið mitt að þessu sinni var samansett af niðurskornum lífrænum eplum, flysjaðri peru, nokkrum trönuberjum, grófsaxaðri myntu og örlítilli gusu af hampfræjum.

Möguleikarnir eru endalausir og fyrir utan hversu margar ávaxtategundir er hægt að nota má setja út á hvers konar hnetur og fræ, kanil eða kakónibbur, fersk, frosin eða þurrkuð ber, skvettu af hreinum ávaxtasafa, dálítið kalt berjate eða jafnvel hnetumjólk. Ef þú ert vilt virkilega taka sénsa í lífinu mætti gera tilraunir með fleiri krydd og kryddjurtir – jafnvel ferskan chilipipar, ofurkryddið túrmerik eða nýtínt blóðberg á fallegu sumarkvöldi.

Svona smárétt má setja saman í létt og upplífgandi snarl eða millimál hvenær sem er dagsins!