Heimagerð kókosmjólk

Heimagerð kókosmjólk

Það er ódýrt og auðvelt að búa til sína eigin kókosmjólk! – en svolítið tímafrekt. Ein kókoshneta kostar yfirleitt um eitt hundrað krónur en gefur af sér ígildi tveggja dósa af kókosmjólk!

Svona ferðu að:

  1. Veldu hnetu sem gutlar í og lyktaðu af henni til að vera viss um að það sé ekki moldar- eða myglukennd lykt.
  2. Á toppi hnetunnar eru þrjár grunnar holur. Notaðu beittan hnífsodd til að finna mjúka holu og notaðu tappatogara til að bora ofan í hnetunak1 k2
  3. Helltu vatninu úr hnetunni og í glas.
  4. Settu hnetuna ofan í stóran plastpoka og bittu lauslega fyrir.
  5. Farðu með hana á harðan flöt sem þér þykir ekki mjög vænt um (ég fer út á stétt!) og sveiflaðu henni með tilþrifum í jörðina 2-3 sinnum. Skelin ætti núna að vera brotin af!k3
  6. Taktu “kjötið” innan úr og notaðu grænmetisflysjara til að fjarlægja brúna lagið af bútunum.k4
  7. Skolaðu og settu í blandara ásamt vatninu sem þú tókst úr í upphafi.
  8. Notaðu ferskt vatn eða kókosvatn úr fernu til að þynna og láttu blandarann ganga vel og lengi þar til mjólkin er mjúk og freyðandi.k5
  9. Í lokin má sigta eða sía mjólkina ef óskað er og ef hún er ætluð til drykkjar má gera tilraunir með að blanda saman við hana þurrkuðum apríkósum, vanilludufti eða döðlum.

Að meðaltali ættir þú að fá 800 ml af kókosmjólk úr hverri hnetu með þessum hætti!