Hvað er svona frábært við Adonis?

Hvað er svona frábært við Adonis?

Þegar ég tók ákvörðun um að fara í eigin rekstur og gerast heildsali vissi ég að það opnaði á óendanlega marga möguleika og tækifæri. Til að afmarka fókusinn örlítið gaf ég sjálfri mér strax tvö loforð:

  1. Ég ætlaði eingöngu að velja hágæða, einstök vörumerki og vörur sem raunveruleg þörf væri fyrir á Íslandi.
  2. Ég ætlaði alls ekki að flytja inn og selja næringarstykki af neinu tagi.

Fyrra loforðið mun ég alltaf standa við. Ég vil stuðla að bættum neysluvenjum og ábyrgð á sama tíma og ég auðvelda fólki aðgengi að góðum, hollum og ljúffengum valkostum. Það seinna stóð ekki lengi en það á sér mjög góðar skýringar. Ástæðu andúðar minnar á næringarstykkjainnflutningi má rekja til reynslu minnar í starfi innkaupastjóra. Af öllum þeim vörum sem ég hafði úr að moða, velja og hafna, var hvergi meira offramboð en í flokki næringarstykkja hvers konar. Heildsalar og framleiðendur kepptust við að bjóða nýjasta og besta stykkið og til að gera langa sögu stuttu fannst mér þetta orðið þreytandi og tilgangslaust en aðallega hafði ég ekki trú á að nokkur hefði þörf fyrir meira úrval. Stykkin á markaðnum voru meira og minna eins en bara í mismunandi umbúðum. Annað hvort voru þau gerð úr döðlu- eða ávaxtamauki með mismunandi viðbótum eða úr höfrum og sýrópi af einhverju tagi. Nema þegar um var að ræða próteinbætt sælgæti en það er allt önnur ella.

Á einhverju netvafri seint á síðasta ári hnaut ég um vefsíðu Adonis og byrjaði að skoða. Umbúðirnar voru aðlaðandi, vefurinn aðgengilegur og innihaldslýsingin var of góð til að vera sönn. Ég sá strax að þarna væri ég búin að finna stykki sem væru engum öðrum lík. Í þeim er hvorki að finna þurrkaða ávexti né sykur af neinu tagi. Þau eru sett saman úr heilnæmum fitugjöfum, trefjum og erythritoli, sem er náttúrleg sæta. Myndirnar sögðu mér að þau væru af stökkari gerðinni en ekki þéttur, mjúkur massi eða dísæt og mjúk úr höfrum eða öðru korni. Þetta leit út fyrir að vera hið fullkomna millimál og uppfyllti allar þær kröfur sem ég hafði reyndar ekki haft hugmyndaflug í að setja fyrr en ég sá þær.

Ég las innihaldslýsingarnar aftur og aftur, uppfull af gleði og spenningi (já…það þarf lítið til að gleðja mig) – og til að gera langa sögu stutta var ég búin að semja við framleiðandann og panta bretti af stykkjunum áður en ég hafði svo mikið sem smakkað þau. Ég einfaldlega sá það á hráefnunum hversu ljúffeng þau væru og loksins þegar ég fékk þau í hendurnar komst ég að raun um að þau fóru fram úr mínum villtustu væntingum. Síðan þá hafa bæði verslanir og neytendur tekið þeim opnum örmum og eru þau nú fáanleg í um 50 verslunum á Íslandi.

Þetta er það sem mér finnst frábært við Adonis:

Þau eru…

…vegan

…sykurlaus

…ávaxtalaus

…paleo

…glútenlaus

 

Og innihalda…

…heilnæma fitugjafa

…þurrkað berjaduft sem veitir andoxunarefni

…eingöngu náttúruleg hráefni

…mikið af trefjum

…einstaklega nærandi hráefni

…engin ódýr uppfylliefni

 

Og eru…

…hæfilega sæt en ekki um of

…passlega mjúk en samt svo krönsí

…svo ótrúlega bragðgóð

…frábær valkostur bæði fyrir kyrrsetufólk og ólátabelgi

 

Og fást…

…í verslunum Krónunnar, Nettó, Hagkaups, Heilsuhússins, í Fræinu, Fjarðarkaup og Apótekinu Garðatorgi og Spöng.

 

Hvor Adonis tegundin finnst þér betri?