Lakkrísvatn með bláberjum

Lakkrísvatn með bláberjum

Vítamínvatn og aðrir framleiddir drykkir eiga ekki séns í þetta krútt! Það eina sem þarf að gera er að setja litla handfylli af frosnum bláberjum í flösku eða glas. Bæta við einu bréfi af Clipper lakkríste og fylla svo með köldu vatni.

Láttu standa í fimm mínútur og þá er kominn þessi ískalda, frískandi, nærandi og andoxandi svaladrykkur. Í restina er svo afskaplega krúttlegt að narta í þiðnuð og safarík bláberin.