Ljúffengt og nærandi snarl

Ljúffengt og nærandi snarl

Ljúffengt og hollt (kvöld)snarl sem má útfæra á ýmsa vegu!

Í grunninn nota ég lífrænar kínóakökur sem eru glútenlausar og mjög næringarríkar, án aukaefna. Ofan á þær fer svo þunnt lag af heslihnetumauki, dálítið rucola salat og nokkrar sneiðar af lífrænu epli. Yfir það strái ég örlitlum kanil og bæti við ferskum bláberjum ef ég á svoleiðis dýrgripi við höndina

Slær alveg út öllum mögulegum óhollustukostum og gæti þess vegna komið í staðinn fyrir dæmigerðar snittur eða fingramat