Ljúffengur, nærandi pottréttur á korteri!

Ljúffengur, nærandi pottréttur á korteri!

toscanaJafnvel þó ég vildi óska þess að hver máltíð í mínu eldhúsi væri hægelduð frá grunni úr fyrsta flokks lífrænum hráefnum verð ég að forgangsraða tíma mínum öðruvísi. Ég er í fullri vinnu og á stóra, dásamlega fjölskyldu svo mitt markmið er alltaf að eldamennskan taki sem stystan tíma en að útkoman sé sem næringarríkust og ljúffengust.

Stundum nýti ég mér því kosti þess að elda úr hágæða, lífrænum mat úr krukkum og dósum eins og þennan gómsæta pottrétt sem tekur aðeins örskotsstund að reiða fram. Ég kaupi aldeilis ekki hvaða krukkumat sem er, allar tilbúnar sósur sem ég nota eru lífrænar og án aukaefna og það sama á við um niðursoðnar baunir, sem ég vil helst að séu í glerkrukkum. Lífræna kókosmjólkin er lúxus sem ég nota af og til en ekki að staðaldri og því hef ég ekki stórar áhyggjur af niðursuðudósinni sem hún kemur í.

Lykillinn að þessum rétti er Biona Toscana pastasósan sem er alveg stórkostlega bragðgóð. Þú þekkir krukkuna á eggaldin myndinni framan á henni.

Þrátt fyrir að þessi réttur sé gerður úr eins konar dósamat er bragðið ótrúlega gott og eins og hann sé heimagerður frá grunni. Næringargildið er hátt og ég elska að elda stóra skammta af þessum til að njóta daginn eftir. Eins og gerist með marga pottrétti sem innihalda tómatgrunn verður þessi blanda alveg stórkostlega miklu bragðbetri eftir að hafa beðið í ísskáp yfir nótt. Þess vegna er hann í mínum huga jafnvel meiri nestismáltíð frekar en skyndiréttur kvöldsins!

Hráefni

  • 1 meðalstórt butternut grasker
  • 1 dós Biona Toscana pastasósa
  • 1/2 dós kókosmjólk
  • 1 dós kjúklingabaunir

Leiðbeiningar

  1. Afhýddu graskerið og skerðu það í teninga.
  2. Skolaðu kjúklingabaunirnar, blandaðu svo öllu saman í pott og láttu krauma þar til graskerið er orðið mjúkt.
  3. Njóttu með salati, hrísgrjónum, byggi, kínóa eða góðu brauði.