Makademíu- og berjaþeytingur

Makademíu- og berjaþeytingur

Hvað er betra en ískaldur og rjómakenndur berjaþeytingur á heitum sumardegi? Þessi minnir mig svolítið á jarðarberjasjeik úr ísbúð en það er kannski ekki alveg að marka því það eru mjööög mörg ár síðan ég bragðaði á slíku.

Það er eitthvað við makademíuhnetur sem gerir svona þeyting alveg ómótstæðilegan og það er gaman að prófa mismunandi berjategundir og blöndur. Ég þrífst á einfaldleikanum og mér finnst jarðarber mjög góður kostur en skógarberjablanda er líka ljúffeng!

Hráefni

  • 2dl möndlumjólk
  • Nokkrar makadamíuhnetur
  • 1 banani
  • Rífleg handfylli af blönduðum frosnum berjum

Leiðbeiningar

  1. Allt sett saman í blandara og maukað saman þar til drykkurinn er silkimjúkur og freyðandi.