Salsamole!

Salsamole!

Ég elska gott meðlæti og stundum er meðlætið hreinlega stærsti hluti disksins hjá mér. Það á sérstaklega við um ferskt grænmeti og annað góðgæti sem byggir undir næringarríka og fjölbreytta máltíð.

Eitt af mínu allra uppáhalds er guacamole en salsa finnst mér líka gefa máltíðum einstakan ferskleika svo ég nota það einnig við hin ýmsu tilefni. Að bera fram guacamole og salsa í einni og sömu máltíðinni er svo bara dásemd á diski!

Ég er hins vegar enginn aðdáandi þess að eyða of miklum tíma í eldhúsinu svo ég fékk í gær þá frábæru hugmynd að sameina bæði guacamole og salsa í einn graut og útkoman varð ótrúlega góð. Þetta tók  í mesta lagi fimm mínútur í undirbúningi en ég mæli þó með að blandan sé látin standa í a.m.k. klukkutíma ef hungrið leyfir.

Frábært meðlæti með næstum því hvaða rétti sem er og snilldarleg blanda til að toppa tómatsúpur eða hreinlega ofan á ristað brauð!

Hráefni

  • 4 tómatar
  • 1 avokadó
  • 1/4 rauðlaukur
  • Safi úr hálfu lime
  • 2-3cm rautt chili
  • 1-2 stilkar af ferskum kóríander
  • Himalayasalt á hnífsoddi

Skammtað ríflega með hvaða máltíð sem er!