Skyndilegur heilsumatur!

Skyndilegur heilsumatur!

Hollusta getur verið svo ótrúlega þægileg og fljótleg!

Hér eru eggaldinsneiðar bakaðar í lífrænni Biona basil-tómatsósu. Með þeim eru nýjar íslenskar kartöflur sem voru soðnar og stappaðar gróflega saman við lífrænar hvítar baunir frá Himneskri hollustu ásamt hvítlauk og ferskum basil. Klettasalat sett með á diskinn og voilá!

Næst þegar þú ferð að versla, kíktu þá í lífrænu hillurnar og gríptu með þér einhverja girnilega sósu, taktu svo með þér ferskasta grænmetið sem þú finnur í þeirri deildinni, bakaðu það í ofni og prófaðu með sósunni. Það eru ótrúlega litlar líkur á því að þetta klikki og það er sívaxandi úrval af heilnæmum, ljúffengum og hágæða lífrænum sósum á íslenskum markaði.

Gerðu tilraun 🙂