Hvað er Oumph! og hvernig er það notað?

Hvað er Oumph! og hvernig er það notað?

Auglýsing:

Hvort sem það er Veganúar eða aðrir mánuðir ársins á Oumph! sinn sess í matargerð bæði grænkera og sælkera, ýmist í dýrindis réttum elduðum frá grunni eða skjótri samsetningu einfaldrar máltíðar. Oumph! er prótein, hráefni úr jurtaríkinu sem hefur óteljandi notkunarmöguleika og lyftir máltíðinni á annað plan. Það hentar jafn vel fyrir grænmetisætur og annað fólk sem kann að meta fljótlega og hreinlega matargerð úr næringarríkum hráefnum.

Hvað er það?

Oumph! er fyrst og fremst hráefni í matargerð sem hægt er að nýta á ótal marga vegu. Það fæst frosið í verslunum Krónunnar, Hagkaups, Nettó, Melabúðinni, Fræinu í Fjarðarkaup og í netversluninni Boxið.is. Það getur verið allt frá grunni flókinnar máltíðar til einfaldrar skyndimáltíðar á nokkrum mínútum. Oumph! er gert úr hreinu, óerfðabreyttu sojapróteini, með áferð sem er engri lík. Hægt er að fá Oumph! í þremur ókrydduðum útgáfum: Pure Chunk, Pure Strips og Pure Filet, sem eru mismunandi í lögun. Einu innihaldsefnin í þessum ókrydduðu vörum eru sojaprótein, vatn og salt. Úr hverjum 100 grömmum fær líkaminn 17 grömm af próteini og 0,4 gr af fitu, samtals 84 hitaeiningar. Einnig eru 3,3 mg af náttúrulegu járni, 54,1 gr af fólínsýru, 5,1 gr af trefjum en aðeins 0,6 gr af salti. Pure Chunk getur komið í stað kjúklings í næstum því hvaða uppskrift sem er.

Að auki er Oumph! til með 8 mismunandi kryddblöndum sem hafa ólíka notkunarmöguleika sem listaðir eru upp hér neðar.

Hvernig er það eldað?

Einn af stærstu kostunum við Oumph! er að ólíkt kjötvörum þarf það örstuttan eldunartíma og ekki er hætta á að því fylgi sams konar sýkingarhætta og getur átt við um t.d. kjúkling eða annað kjöt. Það má elda beint úr frystinum eða láta þiðna fyrst, í raun er ekkert því til fyrirstöðu að borða það beint úr pokanum en flestum finnst það betra sem hluti af heitri máltíð. Með léttri steikingu getur það líka fengið á sig örlítið brúnaða áferð sem gerir það enn betra. Mikilvægt er að muna að Oumph! þolir ekki langa eldun, það þarf bara að hitna í gegn. Oumph! hefur einnig þann kost að rýrna ekki við hitun eins og kjöt gerir, þú færð sama afraksturinn af pönnunni og þú settir á hana.

Eldun á pönnu:

Stilltu helluna á miðlungshita og notaðu áhald til að hreyfa í Oumph! á meðan það hitnar í gegn. Passaðu að steikja það ekki of lengi, þá getur það orðið seigt og of stökkt að utan.

Eldun í ofni:

Hafðu í huga að Oumph! getur þornað upp við of langa hitun í ofni. Best er að marinera það ríkulega eða blanda því við ofnrétt ef það á að bakast, hræra í ef mögulegt er og fylgjast vel með.

Eldun í potti:

Ef þú ætlar að nota Oumph! í pottrétt eða súpu er fínt að bæta því út í rétt undir lok suðutímans, annað hvort beint úr pokanum eða eftir steikingu, en það má þó alveg malla lengur ef óskað er.

Hvað á að gera við allar þessar tegundir?

Möguleikarnir eru óendanlegir, en hér koma nokkrar hugmyndir sem er gaman að leika sér með, ásamt tenglum á uppskriftir.

Pure Chunks, Strips & Filet

Eins og fram kom hér að ofan er auðvelt að nota þessar ókrydduðu útgáfur í hvaða uppskrift sem er, en hér eru nokkrar spennandi fyrir ýmiss konar tilefni:

Oumph! með rjómakenndri engifer- og möndlusósu

Fylltar sætar kartöflur með Oumph!

Vegan mexíkósúpa

Hefnd hreindýrsins

Oumph! rif með BBQ sósu

Sojakjöt í hvítlauk og rauðvíni

Thyme & Garlic Oumph!

Þessi kryddblanda er sú vinsælasta af þeim öllum. Timjan- og hvítlauksbragðið er milt en ljúffengt og hentar í ótalmarga rétti. Oumphið í þessum pokum er í bitum, samskonar og Pure Chunks, og oft er hægt að nota þessa tegund í stað Pure ef stemmingin er þannig. Þetta er dásamlegt í matarmikla kvöldverði eða hátíðarmat.

Innbakað hátíðarOumph! Hugmynda að hollustu

Innbakað hátíðarOumph! að hætti Veganista

BalsamOumph! í skál

Pulled Oumph!

Hér erum við með Oumph! bita (chunks) í BBQ sósu. Líklega mætti kalla þetta „sóðalegasta úmfið“ og mörgum finnst það minna á pulled pork. Mörgum finnst gott að nota það í stað borgara og það er dýrðlegt í majónessalati, t.d. fyrir saumaklúbbinn eða á hlaðborð af partýréttum. Einnig gott í vefjur ásamt vegan majó, avókadó sneiðum, söxuðu jalapeno og rauðlauk.

Pulled Oumph! borgari með jalapeno mæjó

BBQ Oumph! salat með mæjónesi

BBQ Vegan pizza

Hátíða Oumph! Wellington

Kebab Oumph!

Þessi er gerð úr strimlum (strips) og með frekar bragðsterku kebab kryddi. Það er auðvelt að skutla þessu á pönnu og borða með einföldu meðlæti, setja í vefjur eða dýfa í góða sósu.

Kartöflubitar með Oumph! og grænni hvítlaukssósu

Glútenlaust rjómapasta

Oumph! Kebab að hætti Röggu Nagla

Oumph! Fajitas að hætti Röggu Nagla

Grill Spiced Oumph!

Hér eru Oumph bitar (chunks) í kryddblöndu úr m.a. papriku, hvítlauk, engifer og chili. Mildari en innihaldslýsingin gefur til kynna og frábært í t.d. pastarétti, á samlokur eða beint á grillið!

Bibim Oumph!

Innblásið af kóreskri matargerð og dýrðlegt beint af pönnunni með soðnum hýðishrísgrjónum eða hrísgrjónanúðlum og vel úti látnu salati. Þessi er þróuð af hinni undursamlegu Linneu Hellström sem þekkt er orðin á Íslandi fyrir ljúffenga vegan matargerð og frumlegar samsetningar. Hún á einnig heiðurinn af þeim þremur sem koma hér fyrir neðan.

Bibim Oumph! að hætti Linneu

Tarragon & Lemon Oumph!

Mörgum finnst þessi kryddblanda bera keim af bernaise sósu, en jafnvel þau sem kunna ekki að meta sósuna gamalkunnugu hafa tekið tarragonið í sátt þar sem sítrónan og samsetning marineringarinnar gefur þessu léttara yfirbragð. Frábært steikt á pönnu og borið fram með kartöflum eða notað í samlokur með hverju því sem hugurinn girnist.

Tandoori BBQ Oumph!

Þessi útskýrir sig sjálf – kryddblandan er bragðmikil en þó ekki óþægilega sterk/spæsí. Frábær með hefðbundnu indversku meðlæti eða sem óvænt tvist á pizzuna!

Salty & Smoky Oumph!

Fyrir þau okkar sem hafa ekki smakkað dýraafurðir árum eða áratugum saman getur þessi tegund minnt óþyrmilega á saltkjöt, en þó án magaverkja og bjúgs þar sem um er að ræða mun léttari afurð. Þessi sló í gegn hjá Íslendingum um jólin og verður ómissandi á sprengidaginn!

Salty & smoky Oumph! að hætti Linneu

 

Myndir: Oumph.se