Grænn myntusmoothie

Grænn myntusmoothie

Þessi einstaklega frískandi drykkur er partur af Heilsudegi Hugmynda að hollustu og ég skelli þessari dúllu reglulega í blandarann. Hann er ótrúlega góður þegar ég er þyrst og langar í eitthvað alveg virkilega hressandi, en í honum eru þessi dásamlega svalandi vínber og melóna auk þess sem brokkolíið gefur alveg endalausa næringu og myntan einhvern veginn sparkar manni í gang. Frábært t.d. seinnipartinn eftir annasaman dag eða sniðugt að skella í sig hálfum svona fyrir jóga og restinni á eftir. Klikkar aldrei!

Hráefni

  • 1 lítill haus brokkolí
  • 3 dl hunangsmelóna í bitum
  • 3 dl græn vínber, steinlaus eða steinhreinsuð
  • ca 20 myntulauf
  • Safi úr hálfu lime

Leiðbeiningar

  1. Allt maukað saman í blandara.
  2. Gott er að geyma vínberin í frysti svo drykkurinn verði kaldur og frískandi.

Ath – afganginn af myntunni má setja í frysti og nota í annan skammt seinna. Hunangsmelónu er oft hægt að kaupa niðurskorna svo ekki er þörf á að fjárfesta í heilli melónu fyrir þennan drykk – að öðrum kosti er hægt að skera hana alla niður og frysta afgangsbitana til að nota í seinni tíma drykki 🙂