Ofurkornið kínóa

Ofurkornið kínóa

Hefur þú prófað kínóa? (e. quinoa).

Þetta eru glútenlaus, prótein- og steinefnarík lítil korn sem mýkjast upp við suðu og má nota í næstum því hvað sem er. Þau hafa mildan, örlítið hnetulíkan keim og má t.d. nota þau sem meðlæti á sama hátt og hrísgrjón, blanda þeim saman við léttsteikt grænmeti eða bæta út í pottrétti svo eitthvað sé nefnt. Sniðug vinkona mín notar þau meira að segja í næringarríkan graut fyrir börnin sín, við góðar undirtektir, og eldar þau þá á sama hátt og hún gerði grjónagraut áður!

Uppáhaldið mitt er að blanda kínóa saman við ávaxtasalat til að búa til algjöra ofurmáltíð fulla af vítamínum, steinefnum og heilnæmri orku. Í morgun skar ég niður mangó og pomelo, blandaði saman við soðið kínóa, örlítið kókosmjöl og bláber til að fullkomna blönduna.