Besta leiðin til að borða vatnsmelónur

Besta leiðin til að borða vatnsmelónur

Á heitum sumardögum skiptir miklu að innbyrða nóg af vökva til að halda jafnvægi í líkamanum en það eru fleiri leiðir til þess en að drekka vatn úr glasi.

Vatnsmelónur eru yfir 90% vatn en jafnframt ótrúlega næringarríkar. Þær innihalda vítamín, steinefni, fjölda plöntuefna og má t.d. nefna að í þeim er hærra hlutfall af lycopene en í tómötum. (efnið sem margir telja eiga heiðurinn að krabbameinsvarnaráhrifum tómata). 7% af orku þeirra kemur meira að segja úr próteini!

Svona borða ég vatnsmelónurnar mínar, ískaldar beint úr ísskápnum, sker í tvennt og borða með skeið. Það er gott að leggja þessa náttúrulegu matarskál ofan á t.d. litla glerskál til að hún haldi betra jafnvægi og svo er bara að ráðast til atlögu með skeiðina. Venjulega hef ég aðra tóma skál við höndina til að taka við stærstu fræjunum.

Dásamlega svalandi á heitum sumardegi!