Karamellukenndur pecan smoothie

Karamellukenndur pecan smoothie

Útlenskir matarbloggarar eru æstir í mjólkurhristinga af öllum mögulegum gerðum og ég er viss um að þeir eru hver öðrum ljúffengari. Ég drekk hins vegar ekki mjólk og veit ekki alveg með hollustugildi allra þessa sykruðu mjólkuruppskrifta svo ég tók málin í eigin hendur!

Mínir af-rjómuðu og ósætu bragðlaukar elska þennan freyðandi þeyting og hann bragðast eins og rjómakaramella í mínum heimi. Kannski hefur hann ekki alveg sömu áhrif á þig ef þú borðar mjólkurvörur og rjóma en ó, ég er viss um að þú munt engu að síður elska þetta milda, passlega sæta mjólkurhristingsbragð með hinum dásamlegu pecanhnetum í grunninn.

Ég fæ mér þennan reglulega í morgunmat og vegna heilnæmu fitunnar í honum er ég södd alveg í þrjá tíma eftir hann, en stundum skvetti ég út í þetta skeið af chia- eða hampfræjum ef ég vil alveg extra næringu. Stundum tvöfalda ég uppskriftina og geymi helminginn þar til seinnipartinn þegar ég veit að mig vantar gott orkuskot. Börn elska þessa uppskrift!

Það er gott að eiga vel þroskaða banana í frystinum fyrir þessa uppskrift til að afraksturinn verði alveg ískaldur þeytingur. Ef bananinn er við stofuhita gæti verið gott að bæta nokkrum klökum út í blandarann. Það má líka minnka möndlumjólkina töluvert, hella blöndunni í skál, eitthvað girnilegt „kröns“ yfir og borða með skeið.

Hráefni

  • 3 dl ósæt möndlumjólk
  • 1/2 – 1 banani
  • 2 mjúkar döðlur
  • Nokkrar pecan hnetur
  • Kanill eftir smekk

Leiðbeiningar

  1. Allt sett í blandara og látið ganga þar til drykkurinn verður silkimjúkur og freyðandi.

Njóttu vel!