Mandarínur – hinir einu sönnu orkuboltar

Mandarínur – hinir einu sönnu orkuboltar

Getið þið hugsað ykkur aðventu og jól án mandarína? Ekki ég 

Hér er verið að vinna í fyrsta (af mörgum) mandarínukassa aðventunnar 2013. Ja, eða þetta eru víst klementínur. Það er eitthvað við lyktina, bragðið og föndrið við þennan ávöxt sem tilheyrir skammdeginu og gefur aðventunni sérstakt gildi!

Það vita líklega margir af eigin reynslu hversu kröftug áhrif mandarínur og klementínur geta haft á meltinguna. Þessi trefjaríki og vatnsmikli ávöxtur býr yfir fjölda vítamína og steinefna sem öll hjálpast að við að halda meltingunni gangandi, sem er prýðilegur kostur á þessum árstíma þungmeltra kræsinga þegar meltingarvegurinn fær oft að hafa aðeins meira fyrir lífinu en venjulega.

Ég mæli líka með að þið prófið að skella í ykkur nokkrum stykkjum ef þið eruð þreytt, orkulaus, andlaus eða þurfið einfaldlega á smá orkuskoti að halda. Allavega hefur slíkur skammtur meiri áhrif á mig en nokkur kaffibolli eða orkudrykkur – og það án allra höfuðverkjandi eftirmála.

Í stuttu máli: borðaðu mandarínur eða klementínur og gáðu hvort þær hjálpa þér að halda ferskri og heilnæmri orku í jólastressinu og hvort þær gera ekki kraftaverk fyrir meltinguna, sem er svo mikilvægt að halda í góðum gír